Full stack forritari

CEO HUXUN ehf 1. Oct 2025 Fullt starf

Full stack forritari

Tölvunarfræðingur
Óskum eftir að ráða kraftmikinn, sjálfstæðan og metnaðarfullan tölvunarfræðing sem hefur brennandi áhuga á að starfa sem leiðandi forritari. Starfa á venjulegum skrifstofutíma í umhverfi kraftmikla og sterkra frumkvöðlafyrirtækja.

Um er að ræða forritun á spennandi tæknilausnum í fyrirtækja til fyrirtækja umhverfi (Business to Business). Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt í hönnun og forritun á verkþáttum bæði framenda og bakenda, einnig verið leiðandi í verkefnum og verkþáttum þegar fleiri starfa saman að framkvæmd.

Ef þú vilt vera hluti af þróun á frumkvöðlalausnum, starfa í skapandi umhverfi, vera í vöruþróun frá hugmynd til veruleika, til innlendra og erlendrar notkunar þá gæti þetta verið starfið fyrir þig. Fyrirtækið býður upp á persónulegan vinnustað, þar sem hver og einn skiptir máli og allir finna til sín í starfi.

Vinnutími er venjulegur skrifstofutími dagsins og vinnuálag utan dagvinnutíma undantekning.

Helstu verkefni og ábyrgð

STARFSSVIÐ
Leiðandi Full stack forritari

Menntunar- og hæfniskröfur

HÆFNISKRÖFUR

  • Þekking og reynsla af C#, TypeScript, SCSS og HTML.
  • Þekking og reynsla af Angular, ASP.NET Core, Entity Framework Core og PostgreSQL er kostur.
  • Reynslu og skilningur á DevOps-ferlum (t.d. CI/CD, Azure DevOps, GitHub Actions eða sambærilegum verkfærum) er kostur.
  • Menntun í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði.
  • Hafa gaman að forrita og hafa neistann fyrir tölvunarfræðinni
  • Er meira A týpa en B týpa
  • Hafa aga til jafnra og góðra afkasta, lætur verkin tala
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Lausnarmiðaður, frumkvæðissamur og vilja skipulögð vinnubrögð
    Gott ef viðkomandi hefur góða reynslu af að hanna og útfæra hugbúnaðarlausnir frá byrjun til enda.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

CEO HUXUN er frumkvöðlafyrirtæki staðsett í Innovation House Eiðistorgi. Fyrirtækið framleiðir meðal annars hugbúnaðinn HR Monitor sem nú þegar hefur tugþúsundir notenda og er nýtt af íslenskum og erlendum fyrirtækjum. Félagið er í eigu stofnenda og fjárfestingarfélags og hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og fleirum til frekari tækniþróunar og sóknar á erlenda markaði.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Nánari upplýsingar veitir Trausti Harðarson, traustihardar@ceohuxun.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sækja skal um starfið í gegnum slóðina https://alfred.is/starf/full-stack-forritari-5