Forritun

xRM Software ehf 26. Sep 2014 Fullt starf

Eigum við samleið?
Ef þú ert hress, eldklár og langar að vinna við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni fyrir viðskiptavini víða um heim þá er bæði þinni leit og okkar lokið.

Helstu verkefni
– Hönnun og forritun sérlausna fyrir viðskiptavini
– Vöruþróun eigin lausna fyrir innlendan og erlendan markað
– Stillingar og aðlaganir á Microsoft Dynamics CRM fyrir viðskiptavini
– Samþætting við önnur kerfi

Æskileg reynsla og þekking
– Góð þekking og reynsla í .Net forritun og C#
– Reynsla í útfærslu veflausna með HTML, JavaScript og CSS
– Reynsla í notkun vefþjónusta (web services)
– Grunnþekking á SQL fyrirspurnum og gagnagrunnum
– Vakandi auga fyrir góðu notendaviðmóti


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Upplýsingar Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Hilmarsson, framkvæmdastjóri í síma 5719700. Sendu umsókn á netfangið job@xrmsoftware.is ef þú telur að leit okkar sé lokið og þú hefur áhuga á að starfa í spennandi og ört vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki. Algjörum trúnaði er heitið.

xRM Software er eina íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig eingöngu í innleiðingu og ráðgjöf í Microsoft Dynamics CRM hugbúnaði.